HRÁIR ORKUBITAR

Gott kvöld kæru lesendur.

Í kvöld gerði ég Hráa orkubita, ég myndi ekki segja að þetta væri beint hollt, en kannski hollara en nammi. Það eru hnetur og þurrkaðir ávextir sem er holl fæða. Ég er með óþol fyrir sumum hnetur svo ég notaði einungis möndlur. Möndlur eru mjög næringaríkar og innihalda mikið af kalki, trefjum, magnesíum, kalíum, kopar, proteini og E vítamíni. Það gekk mjög vel að gera þessa uppskrift og var þetta ansi gott :)

Uppskrift:

3 dl hnetur og fræ - t.d. heslihnetur, pistasíur, graskersfræ, fyrurhnetur, möndlur, sesamfræ.. Ég notaði bara möndlur.
3 dl þurrkaðir ávextir - t.d. gráfíkjur, döðlur, rúsínur, apríkósur..(ég notaði gráfíkjur, döðlur og þurrkuð ber)
Nokkrar kexkökur - t.d. heilhveitikex eða hrískökur.
150 g suðusúkkulaði
Etv. 1/2 dl mjólk eða kaffirjómi (til að fá kremkenndara bragð).

1. Myljið kex og saxið hnetur og þurrkaða ávexti í litla bita, líka hægt að mauka gráfíkjur til að blandan loði betur saman ef maður vill spara súkkulaðið - en bitarnir verða aðeins klístraðri).
2. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði/örbylgjuofni (mjólk bætt út í ef vill).
3. Hrærið brædda súkkulaðinu saman við hin hráefnin og annað hvort fletja blönduna út á plötu og kælið hana þar áður en hún er skorin í bita eða búið til litlar kúlur úr blöndunni.
4. Það getur verið gott að velta kúlunum upp úr kókos eða fínmuldum hnetum og fræjum til að auðveldara sé að grípa í þær.

Þessa uppskrift fékk ég á moodle úr áfangum Sérfæði og matur við sérstök tækifæri.

BItar 1
bitar 2


GROUND TURKEY SHEPERD'S PIE

Góðan daginn kæru lesendur.

Um daginn gerði ég Ground Turkey Shepeherd pie. Ég hef aldrei gert þennan rétt áður en hann kemur víst frá Bretlandi. Þessi réttur er einhverskonar hakkréttur með kratöflumús ofan á. Hægt er að krydda hann með kryddum sem þér finnst góð. Þessi matur var upprunalega gerður vegna afgangs mats eða "leftovers". Þá er afgangs kjöt sett í potninn og afgangs kartöflur stappaðar sett ofan á og beint í ofninn. Þessa uppskrift fékk ég á moodle og er úr bókinni The Feed Zone eftir Biju Thomas og Allen Lim og er þessi bók aðallega gerð fyrir íþróttarfólk. 

Uppskrift: 
Næstum 1 kg af kartöflum
1 msk smjör
1/4 bolli mjólk
Múskat, salt og pipar eftir smekk
1/2 kg kalkúnahakk (fæst í nettó) Ég átti nautahakk í frystinum og notaði það því ég átti það til.
1/2 laukur (saxaður)
1 tómatur (skorin)
2 msk púðursykur
1/4 bolli tómatsósa
Soja sósa (salt lítil)

Það er hægt að bæta við kryddum eins og kanil, cumin, chili duft, sellerísalti eða meiri múskati. 

Aðferð:

1) Sjóða kartöflur þangað til mjúkar. kælið og skrælið.
2) Blandið saman í stóra skál kartöflunum, mjólkinni og smjörinu og stappið. Kryddið með salti, pipar og múskati. Hægt er að setja smá sykur.
3) Brúnið kalkúnarkjötið á pönnu, setjið svo restina af kryddinu og látið steikja á lágum hita í 10.mínútur. Smakkiðog bætið meira kryddi ef vantar. 
4) Hitið ofninn á 190°C. Smyrjið olíu á fat og setjið kjötið á botninn og svo kartöflumúsina yfir.

Þessi réttur var auðveldur, en ég hélt að hann myndi bragðast betur.

Shephers




seinasta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband