GROUND TURKEY SHEPERD'S PIE

Góðan daginn kæru lesendur.

Um daginn gerði ég Ground Turkey Shepeherd pie. Ég hef aldrei gert þennan rétt áður en hann kemur víst frá Bretlandi. Þessi réttur er einhverskonar hakkréttur með kratöflumús ofan á. Hægt er að krydda hann með kryddum sem þér finnst góð. Þessi matur var upprunalega gerður vegna afgangs mats eða "leftovers". Þá er afgangs kjöt sett í potninn og afgangs kartöflur stappaðar sett ofan á og beint í ofninn. Þessa uppskrift fékk ég á moodle og er úr bókinni The Feed Zone eftir Biju Thomas og Allen Lim og er þessi bók aðallega gerð fyrir íþróttarfólk. 

Uppskrift: 
Næstum 1 kg af kartöflum
1 msk smjör
1/4 bolli mjólk
Múskat, salt og pipar eftir smekk
1/2 kg kalkúnahakk (fæst í nettó) Ég átti nautahakk í frystinum og notaði það því ég átti það til.
1/2 laukur (saxaður)
1 tómatur (skorin)
2 msk púðursykur
1/4 bolli tómatsósa
Soja sósa (salt lítil)

Það er hægt að bæta við kryddum eins og kanil, cumin, chili duft, sellerísalti eða meiri múskati. 

Aðferð:

1) Sjóða kartöflur þangað til mjúkar. kælið og skrælið.
2) Blandið saman í stóra skál kartöflunum, mjólkinni og smjörinu og stappið. Kryddið með salti, pipar og múskati. Hægt er að setja smá sykur.
3) Brúnið kalkúnarkjötið á pönnu, setjið svo restina af kryddinu og látið steikja á lágum hita í 10.mínútur. Smakkiðog bætið meira kryddi ef vantar. 
4) Hitið ofninn á 190°C. Smyrjið olíu á fat og setjið kjötið á botninn og svo kartöflumúsina yfir.

Þessi réttur var auðveldur, en ég hélt að hann myndi bragðast betur.

Shephers




seinasta


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband