HRÁIR ORKUBITAR

Gott kvöld kæru lesendur.

Í kvöld gerði ég Hráa orkubita, ég myndi ekki segja að þetta væri beint hollt, en kannski hollara en nammi. Það eru hnetur og þurrkaðir ávextir sem er holl fæða. Ég er með óþol fyrir sumum hnetur svo ég notaði einungis möndlur. Möndlur eru mjög næringaríkar og innihalda mikið af kalki, trefjum, magnesíum, kalíum, kopar, proteini og E vítamíni. Það gekk mjög vel að gera þessa uppskrift og var þetta ansi gott :)

Uppskrift:

3 dl hnetur og fræ - t.d. heslihnetur, pistasíur, graskersfræ, fyrurhnetur, möndlur, sesamfræ.. Ég notaði bara möndlur.
3 dl þurrkaðir ávextir - t.d. gráfíkjur, döðlur, rúsínur, apríkósur..(ég notaði gráfíkjur, döðlur og þurrkuð ber)
Nokkrar kexkökur - t.d. heilhveitikex eða hrískökur.
150 g suðusúkkulaði
Etv. 1/2 dl mjólk eða kaffirjómi (til að fá kremkenndara bragð).

1. Myljið kex og saxið hnetur og þurrkaða ávexti í litla bita, líka hægt að mauka gráfíkjur til að blandan loði betur saman ef maður vill spara súkkulaðið - en bitarnir verða aðeins klístraðri).
2. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði/örbylgjuofni (mjólk bætt út í ef vill).
3. Hrærið brædda súkkulaðinu saman við hin hráefnin og annað hvort fletja blönduna út á plötu og kælið hana þar áður en hún er skorin í bita eða búið til litlar kúlur úr blöndunni.
4. Það getur verið gott að velta kúlunum upp úr kókos eða fínmuldum hnetum og fræjum til að auðveldara sé að grípa í þær.

Þessa uppskrift fékk ég á moodle úr áfangum Sérfæði og matur við sérstök tækifæri.

BItar 1
bitar 2


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband